Erlent

Rússneska þingið samþykkir heimild til að banna alþjóðasamtök

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Málið á leið fyrir efri deild þingsins en síðan þarf Putin að staðfesta það.
Málið á leið fyrir efri deild þingsins en síðan þarf Putin að staðfesta það. Vísir/Getty Images
Rússneska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem banna óæskileg alþjóðleg samtök. Frumvarpið veitir ríkissaksóknara og utanríkisráðherra landsins heimild til að skrá hvaða erlendu eða alþjóðlegu samtök sem óæskileg ef þau eru talin ógna öryggi ríkisins og þjóðarinnar eða getu Rússlands til að verja sig. 

Þau samtök sem kunna að enda á listanum mega ekki starfa í Rússlandi eða dreifa upplýsingum innan landsins og bankar þurfa að tilkynna stjórnvöldum allar fjármálafærslur sem tengjast þeim. 

Frumvarpið var samþykkt með 440 atkvæðum gegn þremur. Aðeins einn sat hjá. Áður en það verður að lögum þarf efri deild rússneska þingsins að samþykkja það og Vladimir Putin forseti að staðfesta þau. 

Ekki er gert ráð fyrir öðru en að frumvarpið verði samþykkt sem lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×