Listasafnið á Akureyri í endurnýjun lífdaga Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 16:00 "Við erum með einar tuttugur og þrjár spennandi sýningar á þessu ári,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Mynd/Auðunn Níelsson „Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira