Erlent

Heitt nef heldur kvefi í burtu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gæta þarf þess að nefið verði ekki kalt.
Gæta þarf þess að nefið verði ekki kalt. fréttablaðið/vilhelm
Til að draga úr líkum á að fá kvef þarf að gæta þess að kuldi komi ekki að nefinu. Þetta er ráð vísindamanna við Yale-háskóla í Bandaríkjunum.

Þeir rannsökuðu svokallaða rhino-veiru, sem veldur nefkvefi, við 33 gráða hita og 37 gráða hita.

Ónæmiskerfið veikist við lágt hitastig og þá eykst möguleiki veirunnar á að fjölga sér. Þetta er talið vera ein af skýringum á því hvers vegna kvef er algengara að vetrinum en á öðrum árstímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×