Erlent

Buxnalausir í neðanjarðarlest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það voru nokkrir prakkarar í New York sem byrjuðu á því að fara buxnalausir í lest. Nú er það orðinn alþjóðlegur siður.
Það voru nokkrir prakkarar í New York sem byrjuðu á því að fara buxnalausir í lest. Nú er það orðinn alþjóðlegur siður. NordicPhotos/afp
Víða sleppti fólk því að klæðast buxum þegar það tók neðanjarðarlest í gær. Þá var nefnilega svokallaður „Buxnalausi neðanjarðarlestardagurinn“ í mörgum borgum.

Þessi siður hófst með uppátæki sjö stráka í New York árið 2002. Árið 2006 tóku 150 lestarfarþegar í borginni þátt. Nokkrir þeirra voru handteknir fyrir óspektir á almannafæri en svo látnir lausir.

Siðurinn hefur svo breiðst út, meðal annars til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×