Erlent

Skipstjóri í lífstíðarfangelsi

Skipstjóri dæmdur fyrir morð.
Skipstjóri dæmdur fyrir morð. Vísir/EPA
Áfrýjunardómstóll í Suður-Kóreu hefur þyngt dóm yfir Lee Joon-Seok, skipstjóra Sewol-ferjunnar sem sökk undan strönd Suður-Kóreu í apríl í fyrra. Undirdómstóll sýknaði skipstjórann af ákæru fyrir morð í nóvember síðastliðnum. Þá var hann dæmdur í 36 ára fangelsi fyrir alvarlega vanrækslu í starfi. Nú hefur skipstjórinn þó verið dæmdur fyrir morð þeirra 304 sem fórust í slysinu.

Saksóknarar kröfðust þess að Lee yrði tekinn af lífi en hann yfirgaf ferjuna, vitandi að farþegarnir myndu allir farast. Lee er 69 ára gamall.


Tengdar fréttir

Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu

Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×