Erlent

Tregða til að upplýsa um kynferðisbrot

guðsteinn bjarnason skrifar
Bæði makar hermanna og íbúar í grennd við herstöðvar eru í verulegri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hermanna.
Bæði makar hermanna og íbúar í grennd við herstöðvar eru í verulegri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hermanna. nordicphotos/AFP
Yfirstjórn Bandaríkjahers er sökuð um að reyna að gera sem minnst úr kynferðisbrotum, sem framin eru innan hersins. Fórnarlömb eigi erfitt með að ná fram rétti sínum.

Þetta segir öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand í nýrri skýrslu. Hún segir að yfirstjórn hersins hafi neitað henni um upplýsingar við vinnslu skýrslunnar.

Bandaríska fréttastofan AP skýrði frá þessu.

Gillibrand segist þó hafa fengið upplýsingar, sem sýni að konur almennt, bæði makar hermanna og óbreyttir borgarar sem búa eða starfa í grennd við bandarískar herstöðvar víða um heim, séu í verulegri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Um það komi samt ekkert fram í opinberum skýrslum varnarmálaráðuneytisins.

Gillibrand fékk ýtarlegar upplýsingar um 107 dæmi um kynferðisbrot.

Hún segir að einungis innan við fjórðungur þeirra hafi komið til kasta dómstóla og aðeins ellefu hafi leitt til sakfellingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×