Erlent

Sýna mátt sinn á Rauða torginu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Rússneskir hermenn æfa sig fyrir hátíðarhöld á morgun.
Rússneskir hermenn æfa sig fyrir hátíðarhöld á morgun. AFP/KIRILL KUDRYAVTSEV
Þann 9. maí fagna Rússar því að 70 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Hátíðarhöldin verða afar umfangsmikil en Rússar koma til með að hnykla vöðvana með miklum hernaðarmætti sínum á torginu um helgina.

Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur yfirleitt tekið þátt í hátíðarhöldunum en að þessu sinni hafa leiðtogar vesturveldanna hafnað boði Pútíns um þátttöku. Meðal þeirra sem viðstaddir verða athöfnina er Kim-Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.

Fjarvera fjölda þjóðarleiðtoga frá athöfninni þykir vera til marks um einangrun Pútíns Rússlandsforseta á alþjóðavísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×