Erlent

Vill að Pútín beiti sér meira

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari ganga að gröf óþekkta hermannsins í Moskvu.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari ganga að gröf óþekkta hermannsins í Moskvu. vísir/afp
Angela Merkel Þýskalandskanslari var eini vestræni þjóðarleiðtoginn sem hélt í heimsókn til Moskvu um helgina að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Pútín sagði við það tækifæri að Þjóðverjar væru vinaþjóð Rússa. 

Merkel reyndi hins vegar að fá Pútín til þess að gera meira til þess að koma á friði í Úkraínu. „Það er ekkert vopnahlé þar ennþá,“ sagði hún. „Mörg brot eru framin af hálfu aðskilnaðarsinna.“- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×