Erlent

Birting bréfa Bretaprins til Blair

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í einu bréfanna lýsti prinsinn yfir áhyggjum sínum yfir getu flughersins.
Í einu bréfanna lýsti prinsinn yfir áhyggjum sínum yfir getu flughersins.
Einkabréf sem Karl Bretaprins sendi til breskra stjórnvalda fyrir rúmum áratug hafa verið gerð opinber eftir langvarandi deilur um birtingu bréfanna. Alls voru bréfin tuttugu og sjö og voru þau send hinum ýmsu ríkisstofnunum í Bretlandi.

Umrædd bréf vörðuðu hin ýmsu málefni, þar á meðal um yfirráð stórmarkaða og upplýsingar um markaðsyfirráð matvöruverslana. Bréfin voru rituð á tímabilinu 2004 til 2005.

Héraðsdómur úrskurðaði neitun stjórnvalda á birtingu bréfanna ólögmæta á síðasta ári. Hæstiréttur Bretlands staðfesti þann úrskurð síðastliðinn mars.

Í einu bréfanna til forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sagði prinsinn að herinn væri beðinn um að taka þátt í erfiðum verkefnum án þess að búa yfir nauðsynlegum búnaði. Í öðru bréfi til Blair lýsti hann áhyggjum sínum yfir getu flughersins, tækjum hans og getu flugvélanna til flugs í háum hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×