Erlent

Fimmtán taldir af eftir að gullnáma féll saman

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fimmtán námamenn sitja fastir í námu í Kólumbíu.
Fimmtán námamenn sitja fastir í námu í Kólumbíu. NORDICPHOTOS/AFP
Fimmtán kólumbískir námamenn festust inni í gullnámu nálægt bænum Riosucio í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Vatn flæddi inn í námuna sem olli því að hún féll saman. Unnið er að því að dæla vatninu út. Björgunarmenn sögðu í gær að þrjá daga gæti tekið að dæla nægu vatni úr námunni.

Eigandi námunnar, Leonardo Mejia, segist hræddur um að allir námamennirnir séu þegar látnir.

Náman er án tilskilinna leyfa rétt eins og um helmingur allra gullnáma í Kólumbíu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×