Erlent

Látin eftir tæplega 42 ár í dái

óli kristján ármannsson skrifar
Borin til grafar. Hjúkrunarfólk á King Edward Memorial sjúkrahúsinu auk annars starfsfólks og aðstandenda taka þátt í göngu þar sem Aruna Shanbaug var borin til grafar í gær.
Borin til grafar. Hjúkrunarfólk á King Edward Memorial sjúkrahúsinu auk annars starfsfólks og aðstandenda taka þátt í göngu þar sem Aruna Shanbaug var borin til grafar í gær. Fréttablaðið/EPA
Aruna Shanbaug, sem verið hafði í dái í tæp 42 ár eftir að ræstingamaður á King Edward Memorial sjúkrahúsinu í Mumbaí á Indlandi réðst á hana og nauðgaði henni, lést í gær. Í tilkynningu sjúkrahússins segir að hún hafi verið 67 ára gömul.

Shanbaug fékk lungnabólgu fyrir viku og lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins þar sem hún starfaði áður og þar sem ráðist var á hana 27. nóvember 1973. Þá varð hún fyrir alvarlegum heilaskaða og lamaðist. Mál hennar hefur verið í miðju umræðu um líknardráp á Indlandi síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×