Erlent

Leyniþjónustan vistar tíst þeirra sem hafa samskipti við Obama

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Leyniþjónustan tíst allra sem hafa samskipti við forsetann.
Leyniþjónustan tíst allra sem hafa samskipti við forsetann. Nordicphotos/afp
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, opnaði Twitter-aðgang sinn á mánudaginn eftir sex ár í embætti. Þar með er Obama orðinn fyrsti maðurinn til að vera á Twitter samhliða því að sitja í stól Bandaríkjaforseta.

Bandaríska fréttablaðið Washington Post varar notendur miðilsins hins vegar við því að tala við forsetann gegn um Twitter. Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, sér nefnilega um að vista hjá sér öll tíst og skilaboð sem notendur sem samband hafa við forsetann hafa nokkurn tímann sent frá sér. 


Tengdar fréttir

Obama mættur á Twitter

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er kominn með sinn eigin Twitter-aðgang en hann hefur verið forseti í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×