Erlent

Bílsprengja banaði fimm í Kabúl

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bílsprenging banaði fimm í Kabúl
Bílsprenging banaði fimm í Kabúl Nordicphotos/AFP
Bílsprengja sprakk utan við hús dómsmálaráðuneytis Afganistans í gær og varð fimm manns að bana. Auk þess slösuðust tugir starfsmanna.

Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem er sú þriðja gegn starfsmönnum dómskerfis landsins í mánuðinum. Talsmaður talíbana, Zabihulla Mujahid, segir dómskerfið allt tól sem afganska ríkisstjórnin noti undir stjórn Bandaríkjamanna til að brjóta á föngum, þar á meðal talíbönum.

Árásin í gær var fimmta stóra árásin í höfuðborginni í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×