Gagnrýna afslátt af leið stöðugleikaskatts Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Á blaðamannafundi vegna afnáms hafta í byrjun júní. Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Lilja D. Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur og verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Fréttablaðið/GVA InDefence-hópurinn vill að tryggt verði í frumvörpum til laga um stöðugleikaskatt og nauðasamninga fjármálafyrirtækja að stöðugleikaskilyrði sem eru í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna jafngildi 39 prósenta stöðugleikaskatti. Þetta kemur fram í umsögn hópsins við frumvörpin.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og meðlimur InDefence.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og einn þeirra sem rita undir umsögn hópsins, segir afstöðu InDefence hafa verið þá að þeir sem ábyrgir eru fyrir því tjóni sem þjóðfélagið hafi orðið fyrir vegna bankahrunsins, slitabúin, bæru kostnaðinn af þeim skaða, frekar en almennir borgarar landsins. Þetta sjónarmið segir Ólafur ekki virðast hafa orðið ofan á og að ríkisstjórnin hafi talið auðveldara að fara fram með markmið um stöðugleika, sem sé nokkurs konar framhald á samkomulaginu sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). „En um leið má koma fram að ríkisstjórnin er búin að ná ævintýralegum árangri umfram það sem til stóð og ástæða til að halda því til haga.“ Leið stöðugleikaskatts segir Ólafur að mati InDefence vera auðskiljanlega og að færa megi rök fyrir því að með henni séu almannahagsmunir varðir. Hins vegar séu margir ágallar á nauðasamningunum sem fylgja eigi stöðugleikamati sem enginn viti hvað feli í sér. Hópurinn setji sig þannig upp á móti því að Seðlabankinn einn geri svokallað stöðugleikamat. Sagan sýni að þótt Seðlabankinn njóti trausts þegar kemur að efnahagsmálum þá sé hann ekki óskeikull, svo sem með vanhugsaðri afstöðu til Icesave. „Hann byggir allt sitt á langtímamati sem hingað til hefur ekki oft staðist og þess vegna er fráleitt að láta þetta alfarið í hendurnar á Seðlabankanum.“ Í viðauka við álit InDefence-hópsins, sem sent var Alþingi 30. júní, segir rétt að benda á að samþykkt nauðasamninga feli í raun í sér undanþágu frá fyrirhuguðum skatti og því eðlilegt að slík ákvörðun væri í höndum Alþingis. Þá segir Ólafur að það eitt og sér hvað kröfuhafarnir hafi verið fljótir til að samþykkja nauðasamningana eigi að nægja til að vekja spurningar. Um leið segir Ólafur gulltryggt að stöðugleikaskatturinn myndi halda fyrir dómstólum. „Alveg milljón prósent,“ segir hann og bendir á að ekkert slitabúa bankanna hafi í umsögnum sínum gert athugasemd við lögmæti skattsins. Það sem Ólafur segist staldra við er af hverju þjóðin ætti á einhverjum tímapunkti að vera tilbúin til að gefa afslátt af hagmunum samfélagsins „gagnvart einhverjum kröfuhöfum sem telja sig eiga eitthvað hér“.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Mesti skattafsláttur Íslandssögunnar? Tragíkómísk íronía af kaldhæðnustu sort er að ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leggi til að Alþingi gefi kröfuhöfum föllnu bankanna kost á stærsta skattafslætti Íslandssögunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni og vísar til mismunar á þeim fjárhæðum sem fullur stöðugleikaskattur og samningar í takt við stöðugleikamarkmið skila ríkinu. Fullur 39 prósenta skattur fæli í sér að kröfuhafarnir greiddu ríkinu 862 milljarða króna. „Skatt af þeim toga, og stærðargráðu, er hægt að verja gagnvart innlendum og erlendum dómstólum að mati Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar,“ bendir hann á. Um leið sé gert ráð fyrir hjáleið þar sem slitabúin geti að uppfylltum skilyrðum sloppið við þennan skatt og greiði í staðinn stöðugleikaframlög. „Þarna munar hins vegar fáheyrðum upphæðum. Það er erfitt að meta hversu miklu „framlögin“ munu nema en Bjarni Benediktsson hefur sagt að sú leið færi ríkissjóði 450 milljarða. „Ef ríkisstjórnin segir að skattur upp á 862 milljarða haldi fyrir dómstólum, en er svo reiðubúin að gefa ríflega 400 milljarða afslátt frá honum þá þarf hún að skýra fyrir þinginu, þjóðinni, forseta Íslands ef því er að skipta — örugglega InDefence — hver ávinningurinn er af þeirri eftirgjöf,“ segir Össur og kveður ekki síður kaldhæðnislegt að afslátturinn til kröfuhafa sé fimmföld sú upphæð sem notuð hafi verið til að leiðrétta húsnæðisskuldir landsmanna. „Undir forystu formanns Framsóknar koma kröfuhafar semsagt út með fimm sinnum hærri „leiðréttingu“ en íslenskir húsnæðisskuldarar.“ Alþingi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
InDefence-hópurinn vill að tryggt verði í frumvörpum til laga um stöðugleikaskatt og nauðasamninga fjármálafyrirtækja að stöðugleikaskilyrði sem eru í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna jafngildi 39 prósenta stöðugleikaskatti. Þetta kemur fram í umsögn hópsins við frumvörpin.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og meðlimur InDefence.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og einn þeirra sem rita undir umsögn hópsins, segir afstöðu InDefence hafa verið þá að þeir sem ábyrgir eru fyrir því tjóni sem þjóðfélagið hafi orðið fyrir vegna bankahrunsins, slitabúin, bæru kostnaðinn af þeim skaða, frekar en almennir borgarar landsins. Þetta sjónarmið segir Ólafur ekki virðast hafa orðið ofan á og að ríkisstjórnin hafi talið auðveldara að fara fram með markmið um stöðugleika, sem sé nokkurs konar framhald á samkomulaginu sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). „En um leið má koma fram að ríkisstjórnin er búin að ná ævintýralegum árangri umfram það sem til stóð og ástæða til að halda því til haga.“ Leið stöðugleikaskatts segir Ólafur að mati InDefence vera auðskiljanlega og að færa megi rök fyrir því að með henni séu almannahagsmunir varðir. Hins vegar séu margir ágallar á nauðasamningunum sem fylgja eigi stöðugleikamati sem enginn viti hvað feli í sér. Hópurinn setji sig þannig upp á móti því að Seðlabankinn einn geri svokallað stöðugleikamat. Sagan sýni að þótt Seðlabankinn njóti trausts þegar kemur að efnahagsmálum þá sé hann ekki óskeikull, svo sem með vanhugsaðri afstöðu til Icesave. „Hann byggir allt sitt á langtímamati sem hingað til hefur ekki oft staðist og þess vegna er fráleitt að láta þetta alfarið í hendurnar á Seðlabankanum.“ Í viðauka við álit InDefence-hópsins, sem sent var Alþingi 30. júní, segir rétt að benda á að samþykkt nauðasamninga feli í raun í sér undanþágu frá fyrirhuguðum skatti og því eðlilegt að slík ákvörðun væri í höndum Alþingis. Þá segir Ólafur að það eitt og sér hvað kröfuhafarnir hafi verið fljótir til að samþykkja nauðasamningana eigi að nægja til að vekja spurningar. Um leið segir Ólafur gulltryggt að stöðugleikaskatturinn myndi halda fyrir dómstólum. „Alveg milljón prósent,“ segir hann og bendir á að ekkert slitabúa bankanna hafi í umsögnum sínum gert athugasemd við lögmæti skattsins. Það sem Ólafur segist staldra við er af hverju þjóðin ætti á einhverjum tímapunkti að vera tilbúin til að gefa afslátt af hagmunum samfélagsins „gagnvart einhverjum kröfuhöfum sem telja sig eiga eitthvað hér“.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Mesti skattafsláttur Íslandssögunnar? Tragíkómísk íronía af kaldhæðnustu sort er að ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leggi til að Alþingi gefi kröfuhöfum föllnu bankanna kost á stærsta skattafslætti Íslandssögunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni og vísar til mismunar á þeim fjárhæðum sem fullur stöðugleikaskattur og samningar í takt við stöðugleikamarkmið skila ríkinu. Fullur 39 prósenta skattur fæli í sér að kröfuhafarnir greiddu ríkinu 862 milljarða króna. „Skatt af þeim toga, og stærðargráðu, er hægt að verja gagnvart innlendum og erlendum dómstólum að mati Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar,“ bendir hann á. Um leið sé gert ráð fyrir hjáleið þar sem slitabúin geti að uppfylltum skilyrðum sloppið við þennan skatt og greiði í staðinn stöðugleikaframlög. „Þarna munar hins vegar fáheyrðum upphæðum. Það er erfitt að meta hversu miklu „framlögin“ munu nema en Bjarni Benediktsson hefur sagt að sú leið færi ríkissjóði 450 milljarða. „Ef ríkisstjórnin segir að skattur upp á 862 milljarða haldi fyrir dómstólum, en er svo reiðubúin að gefa ríflega 400 milljarða afslátt frá honum þá þarf hún að skýra fyrir þinginu, þjóðinni, forseta Íslands ef því er að skipta — örugglega InDefence — hver ávinningurinn er af þeirri eftirgjöf,“ segir Össur og kveður ekki síður kaldhæðnislegt að afslátturinn til kröfuhafa sé fimmföld sú upphæð sem notuð hafi verið til að leiðrétta húsnæðisskuldir landsmanna. „Undir forystu formanns Framsóknar koma kröfuhafar semsagt út með fimm sinnum hærri „leiðréttingu“ en íslenskir húsnæðisskuldarar.“
Alþingi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira