Jeb Bush í vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2015 08:45 Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fiorina. Vísir/AFP Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira