Erlent

Norður-Kóreumenn segjast vilja taka upp friðarviðræður við Bandaríkin

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað Bandaríkjunum eftir ákvöðun Bandaríkjastjórnar í síðustu viku um að beita Norður-Kóreu ýmsum þvingunum. Norður-Kóreustjórn segir að stefna Bandaríkjastjórnar kunni að hafa „óskiljanlegar afleiðingar“ í för með sér.

Norður-Kóreustjórn hvetur Bandaríkjamenn þess í stað að setjast að samningaborðinu og taka upp friðarviðræður.

Þvinganirnar muni einungis efla Norður-Kóreumenn og stórauka afköst norður-kóreskra vinnumanna innan stríðsgagnaiðnaðarins, segir talsmaður utanríkisráðuneytisins þar í landi.

Talsmaðurinn segir að friðarsamningur gæti leyst „grundvallarorsök alls vanda“ og binda enda á „óvinveittri pólitík Bandaríkjanna“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×