Innlent

Þrír sakfelldir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum í Leifstöð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mennirnir brutu af sér á mánudaginn í síðustu viku.
Mennirnir brutu af sér á mánudaginn í síðustu viku. Vísir
Þrír menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær sakfelldir fyrir skjalafals með því að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mennirnir komu allir til landsins mánudaginn 13. júlí. Tveir þeirra voru gripnir við að framvísa fölsuðu vegabréfi fyrir flug til Bretlands en sá þriðji fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi þegar hann kom í vegabréfsskoðun vegna flugs frá Svíþjóð.  

Þeir játuðu allir brot sín og var gert að sitja í fangelsi í þrjátíu daga. Til frádráttar kemur þó gæsluvarðhaldsvist en þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi síðan á mánudaginn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×