Erlent

Knattspyrnubulla rekin úr vinnunni fyrir að hrópa ókvæðisorð í hljóðnema fréttamanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn hefur einnig verið bannaður frá öllum leikjum Toronto FC.
Maðurinn hefur einnig verið bannaður frá öllum leikjum Toronto FC.
Aðdáandi kanadíska knattspyrnuliðsins TorontoFC hefur verið rekinn úr vinnu sinni hjá kanadíska rafmagnsfyrirtækinu HydroOne eftir að hann hafði hrópað ókvæðisorð í hljóðnema fréttamanns.

Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag fyrir leik TorontoFC og HoustonDynamo. Þar hafði hópur karlmanna tekið sig saman og setið fyrir fréttamanni CityNews, ShaunaHunt, til að eyðileggja útsendingu stöðvarinnar með því að hrópa orð sem ekki er hægt að hafa eftir hér.

Maðurinn sem var rekinn frá HydroOne tilheyrði þessum hópi manna en hann heitir ShawnSimones. Hann var nafngreindur af samstarfsmanni sínum hjá Hydra One og rekinn í kjölfarið. 

MapleLeafs Sports andEntertainment, sem á liðin TorontoFC, Raptors og MapleLeafs, hefur bannað þessa menn frá leikjum liða fyrirtækisins og hefur heitið því að banna hvern þann sem ákveður að reyna að eyðileggja útsendingu fréttastöðva með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×