Erlent

Þingmenn keyptu fjölda síma og spjaldtölva skömmu fyrir kosningarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Eftirlitsstofnunin Ipsa segir engar reglur hafa verið brotnar, en hvetur þingmenn sem ekki náðu endurkjöri að gefa tækin til góðgerðarmála.
Eftirlitsstofnunin Ipsa segir engar reglur hafa verið brotnar, en hvetur þingmenn sem ekki náðu endurkjöri að gefa tækin til góðgerðarmála. Vísir/AFP
Sextíu breskir þingmenn fengu bréf frá eftirlitsstofnun þingsins þar sem spurningar voru lagðar fram um innkaup þingmannanna á iPhone símum og spjaldtölvum skömmu áður en frestur til þess rann út.

Í frétt Independent segir að þingmennirnir sextíu hafi eytt alls um 70 þúsund pund, eða um 14 milljónir króna, úr sjóðum þingsins til að kaupa tækin. Engar reglur hafi þó verið brotnar.

Starfsmenn Ipsa höfðu áhyggjur af innkaupunum þannig að þeir hafi ákveðið að senda bréf til að tryggja það að tækin væru notuð starfs þeirra vegna.

Reglur þingmanna um innkaup væru hertar eftir skandal varðandi innkaup þingmanna sem upp kom á þarsíðasta kjörtímabili. Samkvæmt reglunum verða þingmenn að kaupa raftækin vegna vinnu sinnar sex mánuðum fyrir kjördag.

Ipsa segir engar reglur hafa verið brotnar, en hvetur þá þingmenn sem ekki náðu kjöri að gefa tækin til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×