Erlent

Ungabarn grafið lifandi og fannst á lífi átta dögum síðar

Atli Ísleifsson skrifar
Kona sem var úti að týna jurtir í Guangxi-héraði heyrði barnsgrátur koma upp úr jörðinni.
Kona sem var úti að týna jurtir í Guangxi-héraði heyrði barnsgrátur koma upp úr jörðinni. Vísir/Getty
Ungabarn fannst nýverið á lífi úti í skógi í Kína, átta dögum eftir að hafa verið grafið lifandi.

Kona sem var úti að týna jurtir í Guangxi-héraði heyrði barnsgrátur koma upp úr jörðinni og fann skömmu síðar lítinn kassa þar sem í var lítill drengur.

Drengurinn hafði fæðst holgóma og höfðu foreldrarnir grafið hann í skóglendinu þegar hann var tveggja daga gamall.

Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að vatn og loft hafi komist inn í kassann og þegar læknar rannsökuðu drenginn hafði hann skyrpt mold út úr sér.

Fimm manns hafa nú verið handteknir vegna málsins.

Sjá má mynd af barninu og kassanum í frétt Shanghaiist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×