Þetta var hans fyrsti leikur í deildinni eftir að hann nánast sprengdi af sér hendina á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
Pierre-Paul missti vísifingur og það sneiddist af tveimur öðrum puttum er flugeldur sprakk í höndunum á honum.
Hann missti samning sinn við NY Giants í kjölfarið en fékk nýjan eftir að hann sýndi fram á að geta spilað með fjóra putta.
Hannaður var sérstakur fjögurra putta hanski fyrir leikmanninn. Síðan var hanskinn vafinn allsvakalega þannig að höndin leit út fyrir að vera á Hulk.
Pierre-Paul spilaði mjög vel þrátt fyrir þessa vankanta og á örugglega bara eftir að styrkjast.
