Erlent

Fundu tonn af sterum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/getty
Lögreglan í Kaupmannahöfn í Danmörku lagði í gær hald á rúmt tonn af anabólískum sterum í umfangsmikilli lögregluaðgerð. Tveir Danir voru handteknir. Talið er að söluandvirði steranna á svörtum markaði hlaupi á milljónum danskra króna. Politiken greinir frá.

Sterarnir voru í pilluformi, fljótandi formi eða óhreinsaðir. Þeir voru afar haganlega geymdir, ýmist í sjampóbrúsum, skókössum eða öðrum hirslum. Leitað var á sjö stöðum á Sjálandi og beitti lögregla símhlerunum við rannsóknina. Málið er það stærsta sem komið hefur á borð lögreglunnar í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×