Handbolti

Bjarki Már: Hrikalega gaman að vera hér

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Bjarki Már er hér lengst til hægri.
Bjarki Már er hér lengst til hægri. Vísir/Eva Björk
„Það er alltaf gaman að spila stórleiki en leiðinlegt hvernig fór,“ segir Bjarki Már Gunnarsson varnarjaxl sem spilar stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins. Hann segir að vörnin gegn Svíum hafi haldið á löngum köflum „en Svíarnir spiluðu betri vörn en við.“

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-16, í fyrsta leik liðanna á HM í Katar á föstudagskvöld en strákarnir mæta Alsíringum síðar í dag. Viðtalið við Bjarka Má má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Finnst þér áherslunar í varnarleiknum vera að virka? „Já, þetta er allt að koma hjá okkur og vonandi verðum við orðnir nokkuð góðir í næsta leik.“

Bjarki Már er einn af þeim yngstu í liðinu á þessu móti. Hvernig líður honum í hópi með öllum þessum reynsluboltum?

„Þetta eru fyrirmyndir sem maður er búinn að eiga frá því að maður fór að fylgjast með þessu. Það er hrikalega gaman að vera hérna og þó að ég sé yngstur í liðinu að þá er ég nú samt ekkert ungur. Ég er búinn að spila handbolta frá því að var 6 ára gamall og maður þekkir þetta allt.“

Hvernig taka reynslukapparnir þessum yngri?

„Þeir bara leiðbeina manni, þeir hafa allir lent í þessu áður og komið inn í liðið þegar þar voru fyrir eldri stjörnur og vita því alveg hvernig þetta er. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Við stóðum okkur ágætlega í fyrra á EM og það er eitthvað sem maður gleymir ekki svo glatt. Núna er bara að snúa bökum saman og mæta sterkari í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×