Alþingi afgreiðir mál á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 19:18 Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira