Erlent

Mubarak í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrrverandi forseti Egyptalands og synir hans tveir hafa verið dæmdir fyrir að draga sér fé úr ríkissjóði.
Fyrrverandi forseti Egyptalands og synir hans tveir hafa verið dæmdir fyrir að draga sér fé úr ríkissjóði. Vísir/AFP
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu. Dómur var kveðinn upp yfir honum í Kaíróí dag. Guardian greinir frá þessu.

Mubarak var dæmdur fyrir að draga sér fé úr ríkissjóði sem nota átti til að lagfæringa og breytinga á forsetahöllinni. Synir hans tveir, Gamal og Alaa, voru einnig dæmdur í sama máli.

Saksóknari ákærði Mubarak fyrir að verja 125 milljónum Egypskra punda, jafnvirði um það bil tveggja milljarða króna að núvirði, í byggingu á lúxushúsum fyrir syni sína.

Áður hefur Mubarak verið dæmdur í fangelsi í sama máli en málið var sent af æðri dómstól aftur til meðferðar. Á sama tíma var lífstíðardómi yfir honum vegna aðild að morði á 800 mótmælendum ógiltur og því máli vísað frá.

Forsetinn fyrrverandi var við völd í Egyptalandi í þrjá áratugi en honum var steypt af stóli í byltingu sem gerð var árið 2011. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×