Stjórnarandstaðan ósátt við frestun ESB umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:00 Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst. Alþingi ESB-málið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira