Erlent

Æ færri vilja Solberg í stól forsætisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg tók við embætti forsætisráðherra Noregs í október 2013.
Erna Solberg tók við embætti forsætisráðherra Noregs í október 2013. Vísir/AFP
Tæplega þriðjungur Norðmanna vilja að Erna Solberg gegni áfram embætti forsætisráðherra landsins. Þetta sýnir ný skoðanakönnun norska ríkisútvarpsins.

32,6 prósent vilja að Solberg skipi embættið, en 49,4 prósent aðspurðra vilja sjá Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, í stól forsætisráðherra.

Ljóst er að fylgi Solberg hefur minnkað síðastliðið ár. Sambærileg könnun var gerð í mars 2014 þar sem 43,2 prósent sögðust vilja sjá Solberg í stól forsætisráðherra, en 42,1 prósent Støre.

Erna Solberg tók við embætti forsætisráðherra Noregs í október 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×