Erlent

Kalla sendiherra heim til Sádi-Arabíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Ibrahim bin Saad bin Ibrahim Al-Brahim ásamt Ólafi Ragnarssyni, forseta Íslands.
Ibrahim bin Saad bin Ibrahim Al-Brahim ásamt Ólafi Ragnarssyni, forseta Íslands.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa kallað Ibrahim bin Saad bin Ibrahim Al-Brahim, sendiherra, heim frá Svíþjóð. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að Svíar ákváðu í gær að hætta hernaðarsamstarfi við Sáda vegna mannréttindabrota þar í landi.

Þetta kemur fram á vef Aftonbladet.

Svíar hafa selt Sádum vopn um árabil, en það fyrirkomulag hefur verið umdeilt þar í landi. Þá hefur vopnasalan valdið deilum innan ríkisstjórnar Svía.

Sendiherrann var nýlega hér á landi og tilkynnti hann að Sádi-Arabía myndi styrkja byggingu mosku hér á landi um milljón dala.

Sendiráð Sádi-Arabíu í Svíþjóð hefur tjáð sig um málið og neitar að staðfesta við Aftonbladet hvort sendiherrann sé í landinu eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×