Erlent

Ráðist á bílalest í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Vopnaðir ræningjar réðust á tvö brynvarða bíla í Frakklandi og stálu skartgripum fyrir 1,3 milljarða króna. Ræningjarnir neyddu öryggisverði til að yfirgefa bílanna og keyrðu svo í burtu. Bílarnir fundust skömmu seinna í skógi nærri ránsstaðnum og búið var að kveikja í þeim.

Samkvæmt Sky News, leitar lögreglan nú mannanna á þyrlum og á jörðu niðri.

AP fréttaveitan segir að árásarmennirnir hafi verið um fimmtán og að enginn hafi slasast í ráninu. 

Síðustu ár hafa nokkur vopnuð skartgriparán verið framin í Frakklandi, sem talið er að Bleiki pardusinn gengið hafi staðið að baki. Talið er að gengið hafi stolið skartgripum fyrir um 50 milljarða króna, frá árinu 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×