Erlent

Villisvín lék lausum hala í barnafataverslun

Atli Ísleifsson skrifar
Verslunin er Chai Wan-hverfinu í Hong Kong.
Verslunin er Chai Wan-hverfinu í Hong Kong.
Villisvín olli usla eftir að hafa komist inn í barnafataverslun í Hong Kong fyrr í dag. Starfsfólk og viðskiptavinir neyddust til að yfirgefa búðina þar sem svínið lék lausum hala og olli skemmdum á vörum og innréttingum.

Verslunin er Chai Wan-hverfinu og tók það lögreglumenn nokkrar klukkustundir áður en þeim tókst að svæfa svínið.

Villisvínið verður nú flutt til dýralæknis áður en það verður aftur sleppt í náttúruna.

Ekki er óalgengt að villisvín leiti inn í borgina, enda nóg af náttúruverndarsvæðum og görðum á hlutfallslega litlu landsvæði í Hong Kong.

Sjá má myndskeið af svíninu inni í búðinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×