Erlent

Margar hafa hrakist að heiman

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Tókst að sleppa Meira en 300 stúlkum var rænt af Boko Haram snemma á síðasta ári.
Tókst að sleppa Meira en 300 stúlkum var rænt af Boko Haram snemma á síðasta ári. vísir/afp
Sumar þeirra stúlkna, sem liðsmenn Boko Haram rændu í Borno-héraði í Nígeríu, hafa flúið að heiman eftir að þeim var bjargað úr haldi hryðjuverkasamtakanna.

Þær mæta margar hverjar miklum fordómum af hálfu fjölskyldu sinnar og nágranna eftir að hafa mánuðum saman sætt misþyrmingum og jafnvel nauðgunum af hálfu vígasveitanna.

Að sögn AP-fréttastofunnar segist meira að segja Kashim Shettima, héraðsstjórinn í Borno, óttast að stúlkurnar, sem liðsmenn Boko Haram nauðguðu, beri nú undir belti börn sem verði hryðjuverkamenn. Hætt sé við því að stúlkurnar vilji ekki sjá börnin eftir að þau fæðast, og þau alist því upp án stuðnings af ættingjum og „erfi“ þess vegna með einhverjum hætti hugmyndafræði feðra sinna.

Mannréttindasamtök gagnrýna málflutning héraðsstjórans og segja stúlkurnar nauðsynlega þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×