Erlent

Ísraelsku lögreglunni lenti saman við hóp palestínskra ungmenna í Jerúsalem

Birgir Olgeirsson skrifar
Einn þeirra sem særðist í átökunum í dag.
Einn þeirra sem særðist í átökunum í dag. Vísir/EPA
Átök brutust út á milli palestínskra ungmenna og ísraelskra lögreglumanna í byggingunni sem hýsir al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem nokkrum klukkutímum fyrir nýárshátíð gyðinga, roshhashana.

Bandaríska fréttastofan CNN segir ísraelsku lögreglunni hafa borist upplýsingar að kvöldi RoshHashanah um að grímuklæddir mótmælendur hefðu lokað sig inni í byggingunni og meinað öðrum aðgöngu að henni.

Er haft eftir lögreglunni að mótmælendurnir hefðu kastað grjóti og flugeldum að þeim sem reyndu að komast inn. Átökin leiddust á endanum út á götu í gömlu borginni í Jerúsalem og stóðu yfir í nokkrar klukkustundir.

Palestínumenn hafa aðra sögu að segja

Palestínska fréttastofan Ma´an hafði aðra sögu að segja en hún sagði ísraelska hermenn hafa ráðist inn í bygginguna skömmu eftir morgunbænina og beitt gúmmíkúlum gegn tilbiðjendum.

Átökin stóðu yfir í nokkrar klukkustundir.Vísir/EPA
Al-Aqsa-moskan er ein af þeim helgustu í augum múslima sem kalla hana al-Haramal-Sharif, sem mætti þýða sem hinn mikli helgidómur.

Þessi bygging er þó einnig einn af helgustu stöðum gyðinga, sem kalla hana TempleMount, en margir múslima telja bænastundir gyðinga þar vera ögrun.

Vilja verja bygginguna fyrir bænum gyðinga

Þetta hefur valdið mikilli spennu en Ma´an segir hana hafa færst í aukana síðastliðnar vikur eftir að yfirvöld í Ísrael ákváðu að aðgerðumr gegn hópi múslima sem hafa það að markmiði að verja bygginguna fyrir bænum gyðinga.

Forseti Palestínu, MahmoudAbbas, hefur fordæmd aðgerðir lögreglu en forsætisráðherra Ísrael, BenjaminNetanyahu, sagði það vera skyldu og rétt þeirra að ráðast gegn lögbrjótum sem leitast við að skerða bænafrelsi á þessum helga stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×