Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2016 17:30 Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52