Innlent

Banaslys í Reykjanesbæ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað í Reykjanesbæ um klukkan fimm síðdegis í dag.
Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað í Reykjanesbæ um klukkan fimm síðdegis í dag.
Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað í Reykjanesbæ um klukkan fimm síðdegis í dag. Tveir bílar skullu saman á Njarðarbraut. Sá sem lést var einn á ferð en tveir farþegar voru í öðrum bílnum og leituðu þeir sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með minniháttar meiðsli.

Allt tiltækt lögreglu var kallað út ásamt sjúkrabílum og tækjabíl en mikill viðbúnaður var vegna slyssins.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×