Innlent

Þyrla kölluð til vegna slasaðs göngufólks

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla LHG er komin á slysstað og er á leið til Reykjavíkur með þá slösuðu.
Þyrla LHG er komin á slysstað og er á leið til Reykjavíkur með þá slösuðu. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir frá Borgarnesi, Akranesi og Varmalandi voru kallaðar út fyrr í dag vegna slyss á göngufólki í Skarðsdal á Skarðsheiði. Tveir úr gönguhópnum féllu og slösuðust.

Um 30 björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er þyrlan lögð af stað til Reykjavíkur með þá slösuðu innanborðs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×