Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 14:00 Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira