Viðskipti innlent

I8 Gallerí tapar 18,5 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Börkur Arnarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda i8 gallerís.
Börkur Arnarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda i8 gallerís. Vísir/GVA
I8 Gallerí ehf. sem rekur samnefnt gallerí tapaði 18,5 milljónum króna á síðasta ári. Viðsnúningur varð á rekstrinum en árið áður hagnaðist félagið um 3,2 milljónir króna.

Rekstrartekjur félagsins á árinu námu 142,7 milljónum króna. Eignir félagsins námu 108,6 milljónum króna í árslok, samanborið við 99,2 milljónir í árslok 2014. Eigið fé var neikvætt um 33,8 milljónir króna í árslok 2015, samanborið við 15,3 milljóna króna eigið fé árið áður. Skuldir námu 142 milljónum, samanborið við 114 milljónir árið áður.

Hluthafar voru þrír í árslok eins og í byrjun árs. Hlutaféð nam alls tveimur milljónum. Dexter fjárfestingar ehf. átti 50 prósent hlutfjár og Edda Jónsdóttir og Börkur Arnarson 25 prósent hvort. Ekki verður greiddur út arður á árinu 2016 vegna rekstrarársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×