Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Erfitt fyrir „einsmálsflokkana“ að gera málamiðlanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 09:44 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira