Enski boltinn

„Tæling í sinni tærustu mynd“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Johnson. Í forgrunni er Stacey Flounders, barnsmóðir hans.
Adam Johnson. Í forgrunni er Stacey Flounders, barnsmóðir hans. Vísir/Getty
Réttarhöldin yfir Adam Johnson, knattspyrnumanninum sem hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt athæfi með barni, standa enn yfir í Englandi.

Johnson hefur játað sök í tveimur ákæruliðum, fyrir að vingast við stúlku í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegu sambandi við hana og kyssa hana. Stúlkan var fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað.

Johnson neitar hins vegar sök í tveimur alvarlegri ákæruliðum um kynferðislegt samneyti með barni.

Eins og reglulega hefur verið fjallað um á Vísi síðustu daga hafa stúlkan, vinkona hennar Johnson og fyrrum kærasta hans, Stacey Flounders, borið vitni í málinu. Margs konar upplýsingar hafa komið fram, líkt og að rúmlega 800 textaskilaboð voru send á milli Johnson og stúlkunnar yfir sjö vikna tímabil.

„Það sem er deginum ljósara í gegnum skilaboð þeirra í WhatsApp [farsímaforritinu] er að hann sýndi tælingu á barni í sinni tærustu mynd,“ sagði saksóknarinn í dag. Hann sagði enn fremur að Johnson væri maður sem hefði verið með nánast allt í hendi sér en ákveðið að halda fram hjá kærustu sinni og barnsmóður. Það hefði sýnt tvöfeldni hans.

Enn fremur hélt saksóknarinn því fram að staðhæfingar Johnson um að kynferðslegt samband hans við stúlkunnar hafi einskorðast við kossa.

„Hann er maður sem hefur logið, og logið, og logið aftur.“


Tengdar fréttir

Johnson ekki með Sunderland um helgina

Adam Johnson verður ekki með Sunderland þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

Sunderland rekur Johnson

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur rekið Adam Johnson en hann hefur játað á sig kynferðisbrot gegn barni.

Fórnarlamb Johnson vildi vernda hann

Knattspyrnumanninum Adam Johnson er gefið að sök að hafa stundað kynferðislegt athæfi með fimmtán ára stúlku, sem bar vitni í réttarhöldunum í gær.

Johnson játar kynferðisbrot gegn barni

Adam Johnson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur játað fyrir rétti að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku undir samræðisaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×