Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 13:15 Berglind Ásgeirsdóttir er sendiherra Íslands í Frakklandi. vísir Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent