Hammarby vann auðveldan sigur á Helsingborg, 5-1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Helsingborg komst yfir í leiknum á fjórðu mínútu en þá var þátttöku þeirra í leiknum lokið.
Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Hammarby og lagði hann upp eitt mark í leiknum.
Ögmundur Kristinsson var að vana í rammanum hjá Hammarby. Erik Israelsson skoraði þrennu fyrir heimamenn í leiknum og Alex og Måns Söderqvist sitt markið hvor. Ögmundur, Birkir og Arnór Smárason léku allan leikinn fyrir Hammarby í dag.
Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig en Helsingborg er með eitt stig.
