Viðskipti innlent

N1 hyggst greiða 1,3 milljarða til hluthafa sinna

Hafliði Helgason skrifar
Eggert Kristófersson, forstjóri N1. Rekstur félagsins hefur verið umfram væntingar og nú hyggst félagið greiða 1,3 milljarða til hluthafa sinna.
Eggert Kristófersson, forstjóri N1. Rekstur félagsins hefur verið umfram væntingar og nú hyggst félagið greiða 1,3 milljarða til hluthafa sinna. fréttablaðið/valli
 

N1 hefur boðað til hluthafafundar 21. Nóvember næstkomandi. Á fundinum liggur fyrir tillaga um að greiða hlutöfum 1,3 milljarða með lækkun hluthafjár.

N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu árið 2011 og var í kjölfarið skráð á markað. Fljótlega eftir skráningu var hlutfé lækkað og greitt til hluthafa. Markmið félagsins er að eiginfjárhlutfallið sé um 40%. Afkoma félagsins hefur verið góð á þessu ári og betri en áætlanir gerðu ráð fyrir í því ljósi liggur því tillaga fyrir um að greiða það fé sem umfram er miðað við markmið félagsins til hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×