Fótbolti

Rúnar á skotskónum í naumum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rúnar í leik með Grasshopper í sumar á KR-vellinum.
Rúnar í leik með Grasshopper í sumar á KR-vellinum. Vísir/Anton Brink
Grasshoppers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í 3-2 sigri á Luzern á heimavelli í svissnesku deildinni í fótbolta í dag en Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn og skoraði eitt marka Grasshoppers.

Rúnar kom Grasshoppers 2-1 yfir af vítapunktinum á 36. mínútu og staðan batnaði fyrir Grasshoppers í upphafi seinni hálfleiks. Stuttu eftir að Luzern missti mann af velli með rautt spjald bætti Grasshoppers við þriðja markinu.

Vítaspyrnumark Markus Neumayr kom Luzern aftur inn í leikinn korteri fyrir leikslok en lengra komust gestirnir ekki og voru það því heimamenn í Grasshoppers sem fögnuðu sigrinum og komust um leið upp í fjórða sætið í deildinni.

Rúnar hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum fyrir Grasshoppers en hann er á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu eftir félagsskipti frá Sundsvall í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×