Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 22:21 Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu við Sólheimajökul í dag. Samsett/Haraldur Guðjónsson/Sigurður Bjarki Ólafsson Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00