Fótbolti

Hollenskir fjölmiðlar segja að Rúnar komi til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. vísir/stefán
Svo gæti farið að Rúnar Kristinsson sé á leið til Lokeren í Belgíu en hann var fyrir stuttu síðan rekinn sem þjálfari Lilleström í Noregi.

Dagblaðið Het laatste Niuews fullyrðir þetta á vefsíðu sinni og segir að Rúnar sé annar tveggja þjálfara sem komi helst til greina hjá Lokeren. Hinn er Besnik Hasi.

Hasi er Albani sem lék með Lokeren frá 2006-2007. Hann tók við þjálfun Anderlecht árið 2014 en var rekinn síðastliðið vor. Hasi tók svo við Legíu Varsjá í sumar en var tekinn þaðan strax í september.

Sjá einnig: Arnar tekur tímabundið við Lokeren

„Við viljum meiri aga í búningsklefann. Eina línu og engar undantekningar. Að liðið sé framar öllu öðru. Það er mikilvægt að þessum gildum sé haldið á lofti á nýjan leik,“ sagði Willy Reynders, íþróttastjóri Lokeren.

Rúnar þekkir vel til hjá Lokeren eftir að hafa spilað hjá félaginu frá 2000-2007 og á hann að baki yfir 200 leiki með félaginu.

Arnar Þór Viðarsson tók tímabundið við starfi stjóra Lokeren eftir að Georges Leekens var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Leekens er nú orðinn landsliðsþjálfari Alsír.


Tengdar fréttir

Líf eftir Lokeren hjá Leekens

Georges Leekens var látinn fara frá Íslendingaliðinu Lokeren í vikunni og Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu. Arnar Þór mun stýra Lokeren tímabundið á meðan leit af nýjum þjálfara stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×