Fótbolti

Ranieri tilnefndur sem þjálfari ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hver þessara tíu verður valinn þjálfari ársins?
Hver þessara tíu verður valinn þjálfari ársins? vísir/getty
Claudio Ranieri, þjálfari Englandsmeistara Leicester City, er einn þeirra tíu sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins 2016 af FIFA.

Ranieri er einn fjögurra þjálfara úr ensku úrvalsdeildinni sem eru tilnefndir. Hinir eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, og Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham.

Þrír landsliðsþjálfarar eru tilnefndir. Fernando Santos, sem gerði Portúgal að Evrópumeisturum, er tilnefndur sem og Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, og Chris Coleman, þjálfari Wales.

Zinedine Zidane, sem gerði Real Madrid að Evrópumeisturum, er einnig tilnefndur sem og Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, og Luis Enrique, þjálfari Barcelona. Sá síðastnefndi var valinn þjálfari ársins í fyrra.

Þessi tíu manna listi verður skorinn niður í þrjá 2. desember næstkomandi. Þjálfari ársins verður svo kynntur við hátíðlega athöfn í janúar á næsta ári.

Atkvæði landsliðsþjálfara og landsliðsfyrirliða gilda til helminga á móti atkvæðum blaðamanna og almennings.

Þessir eru tilnefndir sem þjálfarar ársins 2016:

Claudio Ranieri, Leicester City

Jürgen Klopp, Liverpool

Pep Guardiola, Man City

Mauricio Pochettino, Tottenham

Fernando Santos, Portúgal

Didier Deschamps, Frakkland

Chris Coleman, Wales

Zinedine Zidane, Real Madrid

Diego Simeone, Atlético Madrid

Luis Enrique, Barcelona




Fleiri fréttir

Sjá meira


×