Viðskipti innlent

Gefa út sýndarveruleika hugbúnað fyrir skrifstofur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þrír áhugamenn um sýndarveruleika standa að baki Breakroom.
Þrír áhugamenn um sýndarveruleika standa að baki Breakroom. Mynd/Breakroom
Íslenska sprotafyrirtækið Break­room gaf út á dögunum sýndarveruleikahugbúnað sinn Breakroom á Early Access á Steam. Búið er að vinna að hugbúnaðinum í þrjú ár.

„Í stuttu máli er þetta hugbúnaður fyrir sýndarveruleika sem gerir fólki kleift að nýta öll þau forrit sem það notar í tölvunni í sýndarveruleika. Það lýsir sér þannig að þú setur á þig sýndarveruleikatæki og heyrnartól og þegar þú ræsir búnaðinn okkar ferðu í annan heim. Þú getur verið á strönd að slappa af og opnað svo Excel, Photoshop, Word eða netvafra sem sérskjá fljótandi í kringum þig. Þú getur verið með tíu skjái opna í einu. Við erum komin með lausn fyrir þá sem eiga sýndarveruleikatæki til að nota tækin til að gera eitthvað annað en að spila tölvuleiki,“ segir Diðrik Steinsson





Breakroom hefur verið í þróun í þrjú ár.Mynd/Breakroom
Hann stendur að baki fyrirtækinu ásamt Bjarna Rafni Gunnarssyni og Antoni Þórólfssyni. Fyrirtækið var stofnað í júní 2014.

Þessi útgáfa er miðuð að einstaklingum sem eiga þetta heima hjá sér í dag. Síðan gefa þeir út Breakroom for Business eftir áramót. Sá hugbúnaður er sérstaklega hugsaður fyrir opin vinnurými þar sem starfsmenn upplifa oft einbeitingarörðugleika, aukið stress, eða vilja meira einkarými.

Breakroom hefur fengið fjárfestingu frá Eyri og Startup Reykjavik Invest, auk styrkja frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.

Varan er ekki fullunnin núna en verður fínpússuð með fyrstu notendum. „Við erum að gefa Break­room út á Steam í Early Access en gefum þetta líka út hjá Oculus á næstu vikum. Early Access þýðir að varan er ekki fullunnin en við munum fínpússa vöruna með fyrstu notendum,“ segir Diðrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×