Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð

Gylfi hljóp alls 11,43 kílómetra á þessum 90 mínútum og það var aðeins Ungverjinn Ádám Nagy sem hljóp meira en hann.
Gylfi hefur þar með hlaupið yfir ellefu kílómetra í báðum leikjum íslenska liðsins á EM í Frakklandi en hann hljóp næstmest á móti Portúgal.
Jón Daði Böðvarsson og Aron Einar Gunnarsson, sem hlupu yfir 11 kílómetra í leiknum á móti Portúgal, voru teknir útaf í leiknum í dag. Aron Einar var tekinn af velli á 65. mínútu en Jón Daði á 69. mínútu.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða fimm leikmenn hafa hlaupið mest í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins.
Þessir hlupu mest hjá íslenska liðinu á móti Ungverjalandi:
Gylfi Þór Sigurðsson 11,43 km
Jóhann Berg Guðmundsson 10,81 km
Birkir Bjarnason 10,35 km
Kolbeinn Sigþórsson 9,72 km
Kári Árnason 9,72 km
Þessir hlupu mest hjá íslenska liðinu á móti Portúgal:
Jón Daði Böðvarsson 11,92 km
Gylfi Þór Sigurðsson 11,74 km
Aron Einar Gunnarsson 11,23 km
Birkir Bjarnason 10,56 km
Jóhann Berg Guðmundsson 10,28 km
Tengdar fréttir

Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum
Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn.

Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn.

Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa
Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille.

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.

Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir
Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig.

Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka.

Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið
Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi.