Viðskipti innlent

Sérstök hækkun lægstu launa fer til hærra launaðra

Hafliði Helgason skrifar
Krafan um sérstaka hækkun lægstu launa fer að mati SA upp launastigan og skilar því ekki minni launamun milli þeirra lægstu og hinna.
Krafan um sérstaka hækkun lægstu launa fer að mati SA upp launastigan og skilar því ekki minni launamun milli þeirra lægstu og hinna. Visir/Pjetur
Sérstakar launahækkanir lægstu launa skila sér að lokum til hærra launaðra hópa. Þetta er niðustaða samantektar Samtaka atvinnulífsins sem birtist á vef samtakanna

Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á að framboðs- og eftirspurnarhlið hafi þau áhrif að vinnumarkaður aðlagi laun hópa sem búa yfir reynslu, hæfni og menntun. Vinnumarkaður umbuni einnig fyrir frammistöðu. Þetta leiði til þess að sérstakar hækkanir til lægstu launahópa miðlist til annarra hópa á endanum.

Samtöking segja að miklar launahækkanir ákveðinna hópa séu til þess fallnar að raska tímabundið innra jafnvægi hlutfallslauna á vinnumarkaðnum. Höfrungahlaup verði á milli láglaunahópsins og þeirra sem eru hærra launaðir sem veldur því að launakostnaður fyrirtækja hækkar langt umfram það sem þróun undirliggjandi efnahagsstærða gefur tilefni til.

Samtökin hvetja til þess að teking verði upp öguð og vönduð vinnubrjögð við gerð kjarasamninga með innleiðingu á nýju vinnumarkaðsmódeli að norrænni fyrirmynd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×