Viðskipti innlent

Markaðurinn fagnar slitum stjórnarmyndunarviðræðna

Hafliði Helgason skrifar
Hlutabréf hækkuðu talsvert í morgun og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,26%. Talið er að rekja megi hækkunina til þess að slitnað hefur upp úr viðræðum um fimm flokka stjórn á vinstri vængnum. Þegar slitnaði upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lækkaði markaðurinn, en hann hefur tekið gleði sína á ný.

Mesta hækkun morgunsins er hjá fasteignafélaginu Eik 2,53% en næst mest í útgerðarfélaginu Granda sem hefur hækkað um 2,15% þegar þetta er skrifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×